Píanólög í öllum regnbogans litum, 2.hefti
2.990 kr
Á lager
Vörunúmer: IS-PREGN2
Í gegnum tíðina hef ég verið að semja eitt og eitt lag fyrir nemendur mína og sum þeirra hafa ratað í kennslubækurnar mínar Píanó-leikur 1. – 2. og 3. hefti. Í þessari bók hef ég valið þau lög sem nemendum mínum hafa fundist hvað skemmtilegast að spila og einnig eru nýrri lög sem hafa ekki komið út áður. Lögunum er raðað þannig upp, að léttustu lögin eru fremst og síðan verða þau erfiðari þegar líður á bókina. Lögin eru samin í mismunandi stíl, þ.e.a.s. blús, ragtime, boogie, vals og einnig í klassíkum stíl og eru þar af leiðandi mjög ólík. Þess vegna heita bækurnar „Píanólög í öllum regnbogans litum I og II“.