Íslensk þjóðlög, útsetningar fyrir píanó, miðnám
4.390 kr
Á lager
Vörunúmer: IS-THJODMID
Þessi bók inniheldur tólf útsetningar / tónverk byggð á íslenskum þjóðlögum. Bókin er ætluð nemendum í miðnámi. Tónskáldin eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dr. Hallgrímur Helgason, Jón Leifs, Karl O. Runólfsson, Kolbeinn Bjarnason, Karólína Eiríksdóttir, Ríkarður Pálsson, Snorri Sigfús Birgisson og Tryggvi M. Baldvinsson.
Upplýsingar um tónskáldin og verkin eru bæði á íslensku og ensku. Bókina prýða teikningar eftir Freydísi Kristjánsdóttur sem eru hugsaðar þannig að eigandi bókarinnar geti litað myndirnar og gert þannig bókina persónulegri.