MelodiNord – Altsaxófónn

3.990 kr

MelodiNord er safn norrænna þjóðlaga. Lögin eru 100 að tölu, frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Álandseyjum svo og samísk þjóðlög. Safnið gefur því góða heildarsýn yfir þjóðlagahefð frá þessum heimshluta.

Þjóðlögin eru löguð að hljóðfæraleik þannig að vel hljómi á hvert einstaka hljóðfæri fyrir sig. Safnið nýtist öllum sem leika á hljóðfæri, nemendum jafnt sem áhugamönnum um hljóðfæraleik svo og þeim er leita gagna til úrvinnslu þjóðlaganna. Hvert lag er bókstafshljómsett og því aðgengilegt öllum undirleikshljóðfærum.

In stock

SKU: MelodiNord-alto Categories: ,