Skilmálar

Tonastodin.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Tonastodin.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Tonastodin.is til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Kaupandi greiðir sendingarkostnað við móttöku vöru skv. gjaldskrá Íslandspósts hverju sinni.

Gallaðar vörur

Ef þú hefur fengið gallaða eða ranga vöru biðjum við þig að senda okkur hana til baka og við greiðum að sjálfsögðu sendingarkostnaðinn. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að leiðrétta slík mistök.

Skilafrestur

Það er öruggt og þægilegt að versla hjá Tonastodin.is. Engri sölu er lokið fyrr en þú hefur séð vöruna og samþykkt hana. Frestur til að skila eða skipta vöru er 14 dagar frá afhendingu. Skilyrði er að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi og að kvittun/reikningur fylgi með.

Netverð

Vinsamlegast athugaðu að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Verð í netversluninni er með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða eftir að vara hefur verið móttekin.

Tónastöðin