Fara á efnissvæði
Samtals
Ganga frá kaupum
Slagverk/trommur

Sneriltromman 1.bók

4.690 kr Á lager
Ekki til á lager

Vörunúmer: IS-SNERILTR

Bókin er sniðin að íslensku námsskránni í slagverksleik, nánar tiltekið sneriltrommunni. Í henni eru æfingar sem síðan nýtast við leik á flestöll önnur slagverkshljóðfæri. Markmiðið er að til sé aðgengilegt efni í einni bók á íslensku um þetta viðfangsefni, en það hefur ekki verið til. Þar að auki eru skýringar miðaðar við það að ekki sé alltaf sérhæfður slagverkskennari við kennslu, sem oft er raunin í okkar fámenna samfélagi. Bók sem þessi gæti haft mikla þýðingu, bæði fyrir slagverks-nemendur og kennara í tónlistarskólum landsins, svo og tónmenntakennara í grunnskólum, þar sem skortur er á góðu efni á íslensku. Hér eru tekin saman þau atriði (grunnæfingar) sem skipta máli fyrir framþróun tæknilegrar getu í sneriltrommuleik. Um er að ræða efni til grunnprófs, en sambærilegt efni til mið- og framhaldsprófs er í bígerð.